Varamaður tekur þingsæti

127. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 13:40:01 (5967)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 11. mars 1993:
    ,,Þar sem ég vegna aðkallandi starfa get ekki lengur setið á Alþingi í veikindaforföllum Kristínar Einarsdóttur, 15. þm. Reykv., fer ég fram á að Þórhildur Þorleifsdóttir, 3. varaþm. Samtaka um kvennalista í Reykv., taki sæti á Alþingi, en Guðný Guðbjörnsdóttir, 2. varaþm. listans getur ekki vegna sérstakra

anna tekið sæti á Alþingi.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.``
    Undir þetta bréf ritar Guðrún J. Halldórsdóttir, 1. varaþm. Samtaka um kvennalista í Reykjavík.
    Þá hefur borist eftirfarandi bréf, dags. 9. mars 1993:
    ,,Vegna anna get ég undirrituð ekki tekið sæti á Alþingi í fjarveru Kristínar Einarsdóttur.``
    Undir það bréf ritar Guðný Guðbjörnsdóttir, Granaskjóli 19, Reykjavík.
    Kjörbréf Þórhildar Þorleifsdóttur hefur áður verið rannsakað og hún hefur undirritað drengskaparheit um að halda stjórnarskrá landsins og er nú boðin velkomin til starfa á Alþingi.