Fræðslustörf um gigtsjúkdóma

127. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 17:37:05 (5995)

     Flm. (Ingibjörg Pálmadóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég stend nú aðeins upp til þess að þakka þessi jákvæðu viðbrögð sem þessi tillaga hefur fengið hér. Ég heyri það að menn hafa mikinn skilning á þessu máli. Hæstv. ráðherra talaði um það hér að ríkið hefði látið á norrænu gigtarári 1992 verulegar fjárhæðir renna til þessa málefnis og það er alveg rétt, en ég vil vekja athygli á því að að því ári liðnu þarf að halda þessu áfram og ég vil minna ráðherra á það að hver króna sem hann setur til þessa málaflokks skilar sér fertugfalt til baka þannig að hann mun græða stórar upphæðir með því að leggja til þessa málaflokks. Eins og ég sagði áðan þá er þetta langalgengasti sjúkdómur á Íslandi fyrir utan kvef.