Ríkisreikningur 1990

128. fundur
Mánudaginn 15. mars 1993, kl. 14:27:46 (6033)


     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hér hafa komið fram sérkennilegar skoðanir og ég vil ítreka spurningu um það mál hér: Telur hæstv. fjmrh., er hann að segja Alþingi það að bókhaldsnefnd sveitarfélaganna sé æðri dómstóll í fjármálum ríkisins en Ríkisendurskoðun? Hafi hæstv. ráðherra sagt það hér, þá vil ég biðja hann að

staðfesta það því þá held ég að tími sé til kominn fyrir hið háa Alþingi að endurskoða stöðu Ríkisendurskoðunar í stjórnkerfinu.