Eiginfjárstaða innlánsstofnana

131. fundur
Miðvikudaginn 17. mars 1993, kl. 17:24:51 (6114)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 6. þm. Norðurl. e. hreyfði í sínu máli þeirri hugmynd að litið yrði á það hvort 45. gr. í bankalagafrv. sem liggur nú fyrir hv. efh.- og viðskn. gæti orðið að liði í því viðfangi að styrkja stöðu bankanna. Ég er sammála honum um að það gæti hún orðið. Sú tillaga liggur hér í þinginu og ég vænti þess að þingið samþykki það frv. innan tíðar en hins vegar má vel vera að rýmri heimildir fyrir bankana að eiga í fyrirtækjum í rekstri til að tryggja kröfur sínar sé skynsamlegt úrræði og ég treysti því að hv. efh.- og viðskn. hugi að þessu líkt og öðru máli sem reyndar hefur komið fram hér í umræðunni og oft hefur áður verið rætt að það sé ekki alls konar eðlilegt að bankarnir borgi tryggingagjald atvinnurekenda en starfsfólkið njóti ekki atvinnuleysisbóta. Þessi mál bæði sem hér hefur borið á góma í umræðunni gætu orðið að liði og ég treysti því og veit að hv. efh.- og viðskn. mun huga að því.