Ábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota

136. fundur
Mánudaginn 22. mars 1993, kl. 15:02:04 (6332)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Út af fsp. hv. 2. þm. Austurl. um stöðu ábyrgðasjóðs launa þá tel ég að hann standi allvel. Mig minnir að það hafi verið 1. mars á sl. ári sem ábyrgðasjóðurinn tók til starfa. Tekjur hans árið 1992 voru um 293 millj. en það sem greitt hafði verið út úr honum voru um 122 millj. Gjaldið er 0,2% af gjaldstofni tryggingagjalds og hefur ekki verið talin ástæða til á þessu ári að breyta því gjaldi.
    Varðandi fsp. hv. síðasta ræðumanns um hvort megi draga þá ályktun af 5. gr. þessa frv. að fallið sé frá áformum um afnám skyldusparnaðar, þá er svo ekki.