Akstur utan vega

137. fundur
Þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 13:41:50 (6351)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Spurning mín er til hæstv. umhvrh. Um helgina var haldinn svokallaður jeppadagur fjölskyldunnar og tóku um 800 jeppar þátt í mikilli ökuferð um Mosfellsheiði og nágrenni Seljavalla --- Nesjavalla. Ég var á fundi landbn. í morgun og það kann að vera skýringin á þessu mismæli. Sem sagt, það voru um 800 jeppar á ferð um Mosfellsheiði og nágrenni Nesjavalla og að nokkru leyti utan vega. Að sögn þátttakenda var slóðin orðin eins og malbik er yfir lauk eða eins og svell en flestir vita hvílíkan skaða þau geta valdið á gróðri. Spurningar mínar til hæstv. umhvrh. eru þessar:
    Telur hann að þessi ökuferð samrýmist 13. gr. náttúruverndarlaga þar sem m.a. er kveðið á um akstur utan vega og ef svarið er nei, hvernig ætlar hæstv. umhvrh. að taka á umgengni sem þessari við náttúru landsins?