Staða sjávarútvegsins

137. fundur
Þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 13:49:22 (6357)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Það hefur þá verið misskilningur hjá mér. Það er ekkert verið að vinna að neinum tillögum til úrbóta í sjávarútvegi. Mig langar þá að spyrja hæstv. ráðherra að því um hve mikið menn megi búast við að vextir lækki á næstu vikum. Hvaða tölur er verið að tala um í því sambandi? Þegar hæstv. forsrh. talaði um að gott væri að kynna sér hvort ekki sé hægt að auka sölu í Bandaríkjunum þá vil ég minna hann á að mikið er um sérsamninga í Evrópu. Finnst hæstv. ráðherra þá rétt að menn segi upp þeim sérsamningum í Evrópu þrátt fyrir að gengið sé misvísandi í bili? Er ríkisstjórnin ekki að athuga það almennt að tilkostnaður lækki, t.d. hafnagjöld, orkukostnaður og ýmis opinber gjöld. Ekki er endalaust hægt að hagræða í undirstöðuatvinnuvegunum. Það er ljóst að þar alveg komið að mörkunum. Öll hagræðing þýðir bara fækkun fólks. Er ekki eitthvað í gangi í hæstv. ríkisstjórn í þessu sambandi?