Staða sjávarútvegsins

137. fundur
Þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 13:50:43 (6358)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Ljóst er að það hefur verið færður af þessari atvinnugrein eins og öðrum meiri gjaldaþungi en nokkru sinni áður hefur verið gert. Menn eru ekki að leita eftir slíkum lausnum til viðbótar, þær eru ekki færar. Vextir hafa þegar farið lækkandi. Sjávarútvegurinn er með mikið af skuldum sínum bundnar við erlenda vexti. Erlendir vextir fara líka lækkandi. Ljóst er að vextir halda áfram að lækka, ég skal ekki segja nákvæma tölu um það. Ég bind þó vonir við það að þeir vextir geti lækkað um allt að 1% á allra næstu dögum til viðbótar því sem þegar hefur gerst. Erlendir vextir fara lækkandi. Allt þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir stöðu sjávarútvegsins.