Móttaka flóttafólks frá Júgóslavíu

137. fundur
Þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 13:53:47 (6362)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég er ekki í nokkrum vafa um að sú hjálp sem þegar hefur verið ákveðin og farið er að vinna að er mjög nauðsynleg og mikilvæg. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að straumur flóttamanna er stöðugur og vaxandi, því miður, og e.t.v. hafa áætlanir verið gerðar þegar fólk gerði sér vonir um að þessu mundi linna. Nú lítur út fyrir að svo sé ekki og því er e.t.v. ástæða til þess að endurskoða afstöðuna. Því er ekki að leyna að innan Evrópu er orðinn töluverður þrýstingur á að fleiri lönd en þau sem sérstaklega hafa tekið á móti flóttamönnum geri það.