Endurskoðun laga um ferðamál

142. fundur
Fimmtudaginn 25. mars 1993, kl. 11:06:59 (6434)

     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Það er óvenjulegt og kannski nýtt í þingsögunni að fyrrv. ráðherra skuli sjá tilefni til þess með sérstakri fsp. að spyrja um það hvort ný ríkisstjórn með aðra stefnu skuli vilja endurflytja hin fyrri málin. Auðvitað er það hv. þm. rétt og skylt ef hann er þeirrar skoðunar að endurflytja þau mál sem ekki náðu fram að ganga á meðan hann var ráðherra. Ég hef verið samgrh. í tæp tvö ár, mig minnir að hann hafi verið samgrh. ögn lengur og sé nú að kvarta yfir því að hafa ekki náð sínum málum fram.