Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

143. fundur
Fimmtudaginn 25. mars 1993, kl. 13:10:58 (6459)


     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að það hefur verið staðfest af fulltrúa Alþfl. í utanrmn., hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur, að það er alvarlegur ágreiningur innan Alþfl. um hvort tvíhliða samningur eigi að taka við af EES. Það hefur verið staðfest. Þess vegna m.a. er nú nauðsynlegt að Alþingi álykti í þessum málum. Einmitt af því að þessi ágreiningur er kominn fram og það í flokki hæstv. utanrrh. Ég þakka þess vegna hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur fyrir að hafa komið inn í umræðuna og sýnt með ummælum sínum að það er mikil þörf á því að taka þessa tillögu sem hér er flutt til afgreiðslu.