Sjávarútvegsskóli

146. fundur
Mánudaginn 29. mars 1993, kl. 15:21:41 (6541)

     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að tefja umræðu um þessa gagnmerku þáltill. sem hér liggur frammi, en hún varðar þrjá skóla, Vélskóla Íslands, Stýrimannaskólann í Reykjavík og Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði. Þess vegna langar mig til að inna hv. 1. flm. tillögunnar eftir því hvort hann hafi haft samráð við forvígismenn þessa skóla þegar hann samdi þessa ágætu ályktunartillögu.