Endurskoðun laga um Þjóðleikhús

149. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 11:51:08 (6663)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Herra forseti. Ég tek undir með hv. fyrirspyrjanda að það er auðvitað nauðsynlegt við endurskoðun þessara lagabálka að þeir sem við þessi mál vinna, bæði utan og innan veggja Þjóðleikhússins, komi þar að verki. Ég mun leggja mig fram um að leita til þeirra aðila þegar gengið verður frá nefndaskipan um þessi efni.