Fyrirspurn um bætur vegna þorskaflabrests

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 13:40:53 (6688)

     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Ég skil 49. gr. þingskapanna á þann hátt að það sé forseta þingsins að fylgja því eftir að eftir þingsköpum sé farið. Það kann vel að vera að ástæðan fyrir því að fsp. hefur ekki verið svarað sé sú að hæstv. forsrh. hafi ekki haft tíma né tækifæri til þess. Hins vegar er það forseta þingsins að fylgja því eftir að við þingsköpin sé staðið og það skiptir höfuðmáli. Af því beindi ég spurningu minni til hæstv. forseta þingsins en ekki hæstv. forsrh. Það er ekki forsrh. sem þarf að svara þessari spurningu heldur forseti þingsins: Hvenær má búast við því að fsp. verði svarað?
    Hitt er svo aftur annað mál og það ræðum við þegar að því kemur að fsp. verði svarað, en það er efnisleg umræða um málið sem slík.