Síldarverksmiðjur ríkisins

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 14:17:33 (6693)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Við 2. umr. voru brtt. minni hluta felldar. Ég tel að það spor sem hér er verið að stíga sé mjög misráðið. Hér er verið að splundra þjóðþrifafyrirtæki sem á undanförnum áratugum hefur malað þjóðarbúinu gull. Það er mikil óvissa sköpuð í þeim byggðarlögum þar sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa verið burðarás í atvinnulífi og atvinnuöryggi starfsmanna SR er stefnt í hættu. Þá er ríkið augljóslega að skapa sér verulega skaðabótaskyldu vegna lífeyrismála starfsmanna. Ég segi nei.