Útboð opinberra aðila

151. fundur
Föstudaginn 02. apríl 1993, kl. 13:23:57 (6788)

     Árni M. Mathiesen :
    Frú forseti. Það er alveg greinilegt að hv. 4. þm. Norðurl. v. er að snúa út úr. Það er þeim augljóst sem fylgdust með umræðunum og því sem hv. upphafsmaður umræðunnar sagði að hann er ekki að mismuna neinum heldur vill hann að allir fái að sitja við sama borð. Ef hv. 4. þm. Norðurl. v. vildi að iðnaðurinn hefði verið betur undir þetta búinn og telur að við höfum ekki staðið nógu vel í að styðja við iðnaðinn og undirbúa hann undir samkeppni þá er best fyrir hann að líta í eigin garð og til síns flokks sem hefur verið í stjórn nærri samfellt í 20 ár eða til ársins 1991.