Sementsverksmiðja ríkisins

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 15:29:34 (6844)

     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra sagði að menn mundu ekki missa rétt við það að fara í starf hjá hlutafélaginu því að þeir fengju sambærilegt starf. Auðvitað missa þeir menn rétt sem fara í starf hjá hlutafélaginu einfaldlega vegna þess að um leið og þeir eru komnir í þetta starf hjá hlutafélaginu þá munu þeir falla undir venjulegan ráðningarsamning þar sem er hægt að segja þeim upp með stuttum fyrirvara en ef starf þeirra væri lagt niður hjá ríkinu fengju þeir ársuppsagnarfrest sem ekki er fyrir hendi þegar þetta er orðið að hlutafélagi þannig að þeir missa örugglega þennan rétt.