Sementsverksmiðja ríkisins

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 15:31:31 (6847)

     Frsm. minni hluta iðnn. (Finnur Ingólfsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ein spurning vaknaði í huga mínum við ræðu hæstv. iðnrh. og viðskrh. hér áðan þar sem hæstv. ráðherra talaði um sambærilegt starf. Nú geri ég mér grein fyrir því að biðlaunarétturinn sem slíkur mun ekki gilda um neina starfsmenn Sementsverksmiðju ríkisins vegna þess að eins og hæstv. ráðherra sagði eru þeir á öðrum samningum. Hins vegar er hér um grundvallarmál að ræða eins og ég lýsti

í fyrri ræðu minni við 3. umr. Því spyr ég hæstv. ráðherra um það þegar um sambærilegt starf er að ræða. Er það skilningur hæstv. ráðherra að þá fylgi biðlaunarétturinn? Þetta er afskaplega mikilvægt að fá fram hjá hæstv. ráðherra, ekki síst í ljósi þess sem verður í Síldarverksmiðjum ríkisins.