Sementsverksmiðja ríkisins

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 15:33:09 (6849)

     Frsm. minni hluta iðnn. (Finnur Ingólfsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Þetta mun auðvitað hafa gríðarleg áhrif á það verð á þeim fyrirtækjum og á þá það sem ríkisvaldið ætlar sér að fá fyrir þessi fyrirtæki þegar þau verða seld. Ég skil hæstv. ráðherra ekki betur en svo að ef biðlaunarétturinn muni fylgja vegna þess, þá eru nýir eigendur sem eignast þetta fyrirtæki að taka á sig ákveðin réttindi sem starfsmenn hafa áunnið sér og munu þar af leiðandi verða fyrir útgjöldum.