Ráðning framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 16:06:56 (6865)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þá hefst hin síðari utandagskrárumræða sem boðuð hafði verið um málefni Ríkisútvarpsins. Fer hún

fram að ósk hv. 1. þm. Norðurl. v., Páls Péturssonar, eftir ákvæðum síðari mgr. 50. gr. þingskapa, þó þannig að það hefur verið gert samkomulag um að hún standi í allt að klukkustund. Jafnframt er samkomulag um að málshefjandi og viðkomandi ráðherra mega tala í fyrri umferð í allt að 8 mínútur og allt að 4 mínútur í þeirri síðari og aðrir hv. þm. í allt að 4 mínútur.