Vörugjald af ökutækjum

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 18:58:30 (6895)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Svo mun rétt vera. Það fer ekkert á milli mála að hv. þm. hefur ekki setið í sæti sínu og hann hefur ekki gert tilraun til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslu að þessu sinni. Það er ljóst að hv. þm. hefur ekki getað notað takka sinn eins og vera ber.
    Ef það kemur fram ósk um það getur forseti endurtekið allar atkvæðagreiðslur á fundinum. Hins vegar fór atkvæðagreiðslan fram um 2. málið með yfirlýsingu og engar athugasemdir komu fram um þá yfirlýsingu og hv. þm. var í salnum. Ef athugasemdir koma ekki fram mun forseti líta svo á að ekki fari á milli mála hver vilji þingsins er í því efni. Hægt er að endurtaka síðustu atkvæðagreiðsluna sem var um að vísa frv. til 3. umr. og mun það nú verða gert og þá verður það að þessu sinni með handauppréttingu.