Atkvæðagreiðsla um frumvarp um Sementsverksmiðjuna

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 14:08:20 (6925)


     Össur Skarphéðinsson :
    Virðulegi forseti. Mér þykir afskaplega leitt að hafa truflað svona hið kyrrláta sinni hv. þm. Ólafs Ragnars Grímssonar með því að benda á það að hann hefur oft verið fjarverandi sökum annasamra starfa við að halda heimsfriðnum í lagi. Mér þykir það miður og ég bið hann afsökunar á að hafa vakið athygli á þessu. En ég veit að heimsfriðurinn þarfnast hans með og kannski e.t.v. meira heldur en hv. Alþingi hér þannig að ég skil þetta.