Heilbrigðisþjónusta

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 17:01:52 (6940)

     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir það með hæstv. heilbrrh. fyrst á annað borð er þarna stigið það skref að fara að breyta til og eins og málum er nú háttað, þ.e. að stjórnarformenn heilsugæslustöðvanna almennt, ekki bara í Reykjavík heldur um allt land muni sitja þar til að afloknum næstu sveitarstjórnarkosningum,

ráðherra skipar nýjan sé kjörtímabil þingsins fjögur ár, þá er kannski langstærsti hluti þess tíma sem jafnvel annar ráðherra úr öðrum stjórnmálaflokki fer með yfirstjórnina, en formennirnir koma úr öðrum þannig að það er þess vegna eðlilegt og ég tek undir það og ég held að það sé rétt að skoða það hvort ekki sé rétt að láta starfstíma formannanna miðast við starfstíma ráðherra.
    Því til viðbótar, og ef menn fara að skoða einstaka hluta þessa frv., þá er líka rétt, held ég, að hyggja að því hvort ekki sé rétt að breyta nöfnum á heilsugæsluumdæmunum í Reykjavík vegna þess að ég tel að það hafi verið ákveðin mistök þegar frv. um heilbrigðisþjónustu á sínum tíma var hér samþykkt, því að það eru bölvuð ónefni, því miður vil ég segja, á heilsugæsluumdæmunum hér í Reykjavík, hvort ekki væri rétt að skoða það og hvort hæstv. heilbrrh. gæti tekið undir að það mætti þá einnig skoðast um leið í nefndinni um leið og starfstími stjórnarmanna almennt væri skoðaður.