Sveitarstjórnarlög

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 21:44:31 (6959)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég nefndi það áðan að þegar Samband ísl. sveitarfélaga var með þessi mál í umfjöllun, einmitt lágmarksíbúatöluna fyrir 2--3 árum síðan, þá var nefnd talan 400. Sú tala er vel ásættanleg en ég tel að því stærri sem einingarnar eru því betra. Það er mjög æskileg sameining ef um yrði að ræða t.d. 1.000 íbúa, en íbúatalan 400 sem nefnd hefur verið, ég hef ekki gert neinn ágreining um hana.