Sveitarstjórnarlög

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 21:47:09 (6963)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þegar hv. þm. er að vitna til þess sem ég hef sagt opinberlega um þetta þá orðar hann það svo að ég hafi sagt að það yrði að hækka lágmarksíbúatöluna. Ég man ekki nákvæmlega hvernig ég orðaði það en ef mig misminnir ekki þá var það á þann veg að það hljóti að koma til alvarlegrar skoðunar hjá sveitarfélögum að hækka lágmarksíbúatöluna ef lítið yrði um sameiningar á grundvelli þessara ákvæða.
    Varðandi skýrslu Byggðastofnunar þá tel ég ekki ástæðu til þess að tjá mig neitt efnislega um hana en ég get ekki í fljótu bragði séð að hún stangist á við þær tillögur sem við erum að ræða hér.