Sveitarstjórnarlög

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 21:47:46 (6964)


     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra dregur náttúrlega stórkostlega í land og ég fagna því. Ég unni hæstv. ráðherra því vel að vanda betur orðbragð sitt úr ræðustól á Alþingi og það er auðvitað það sem gildir heldur en gert var í þessu ógætilega sjónvarpsviðtali sem ég held að fleiri en ég hafi tekið eftir og muni nokkuð vel. Það voru mjög ógætileg orð hjá hæstv. félmrh. og sveitarstjórnarmenn víða um land kipptust við undan þeim. Nú hefur hæstv. ráðherra talað hér á allt öðrum nótum í kvöld, fyrst og fremst vísað til frumkvæðis og forræðis sveitarfélaganna í því að komast að niðurstöðu í sínum samtökum og það tel ég vel. Ég fagna auðvitað þessari viðhorfsbreytingu hjá hæstv. ráðherra. Ég segi bara að ef hæstv. ráðherra fer svona fram á næstu vikum eins og hún hefur gert í dag og undanfarið þá horfir vel í þessum málum því það er auðvitað allt, allt önnur sigling hjá hæstv. félmrh. nú og ekkert nema samstarfsvilji og samkomulagsvilji við sveitarfélögin og guð og menn í þessum málum og það er auðvitað vel. Þannig að ég hvet hæstv. ráðherra eindregið til þess að halda áfram á þessari braut.