Framhald þingfundar

154. fundur
Þriðjudaginn 06. apríl 1993, kl. 22:48:00 (6982)


     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að þessi ræða var hálfundarleg í ljósi þess að hér eru ekki einu sinni nógu margir til þess að koma þessum málum áfram til nefndar. Svo vil ég fá það upplýst hvaða nefndir hafa tekið ákvörðun um það að starfa í páskafríinu. Ég hef a.m.k. ekki orðið var við það í þeim nefndum sem ég hef mætt í að við okkur hafi verið gert samkomulag um það að menn ættu að mæta á nefndafundi í páskafríinu. Það flýtir því auðvitað ekki fyrir neinu að halda svona ræður eins og hv. 17. þm. Reykv. var að gera. Reyndar er hann að efna hérna til ófriðar og ég geri ekki ráð fyrir að menn tali um annað en þingsköp í kvöld sem eftir er.