Skráning og mat fasteigna

155. fundur
Miðvikudaginn 14. apríl 1993, kl. 14:41:58 (7004)


     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég ætla svo sem ekki að halda hér áfram neinum upplýsingum til hæstv. fjmrh., þetta mun vera rétt sem hann telur að sveitarfélögin hafi þarna ákveðið þetta sem þjónustugjald en þau leggja það á óraunhæfan skattstofn. Þau leggja það á skattstofn sem ekki er raunvirði fyrir. Það er út af fyrir sig allt í lagi ef sveitarfélögin sætu við sama borði um þetta og gætu tekið ákveðin þjónustugjöld af sínum íbúum fyrir þá þjónustu sem þau veita, en þau leggja það á óraunhæfan gjaldstofn og það er það sem ég gagnrýni fyrst og fremst í þessu.