Bætur vegna þorskaflabrests

156. fundur
Fimmtudaginn 15. apríl 1993, kl. 10:43:11 (7043)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Spurningin til hæstv. forsrh. er einföld: Á að bæta þeim þorskbrestinn sem verst urðu úti? Því hefur forsrh. lofað. Hann lofaði því í ágúst sl. og síðan er þetta búin að vera eintóm langavitleysa. Hann nefnir sífellt til nýjar dagsetningar hvenær hann ætlar að koma með tillögur til úrbóta. Nú er það eftir tvo daga í lok kjarasamninga. ( Forsrh.: Ef kjarasamningar ganga eftir.) Ef kjarasamningar ganga. En það var í kringum 20. mars sem hann sagði að það kæmi með tillögum um þróunarsjóð sjávarútvegsins. Það komu engar tillögur um það með þróunarsjóði hvernig ætti að bæta þennan þorskbrest. Menn bíða eftir því um allt land að hæstv. forsrh. komi og efni sín loforð.
    En hann sagði ýmislegt annað líka í síðasta mánuði. Hann sagði líka að vextir færu lækkandi og á næstu dögum, sagði hann, 23. mars mundu vextir lækka a.m.k. um 1%. Það hefur ekki gengið eftir, hæstv. forsrh.