Tekjuskattur og eignarskattur

157. fundur
Fimmtudaginn 15. apríl 1993, kl. 21:56:42 (7113)


     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins taka það fram vegna þess sem kom fram hjá hv. þm. á undan mér að ég veit dæmi um þetta, a.m.k. á milli landshluta, ég veit dæmi um á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, þekki þar til. Og það hefur verið gert þannig að þegar bein býtti hafa verið á íbúðum, þá hefur það ekki verið skattlagt. En hins vegar ef um skipti milli þriggja aðila hefði verið að ræða, þá er aftur skattlagt og þetta er auðvitað mjög mikið misræmi og óréttlæti fólgið í slíku. En það má vel vera að þetta sé misjafnt eftir umdæmum og það er sjálfsagt að beina því til nefndarinnar að hún skoði einmitt þetta sérstaklega.