Fullgilding samnings um fríverslun milli Íslands og Færeyja

158. fundur
Föstudaginn 16. apríl 1993, kl. 19:19:45 (7142)

     Frsm. utanrmn. (Björn Bjarnason) :
    Frú forseti. Ég kynni nál. frá utanrmn. á þskj. 970 um till. til þál. um fullgildingu samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og landsstjórnar Færeyja hins vegar um fríverslun milli Íslands og Færeyja. Álitið er svohljóðandi:
    ,,    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund til viðræðna um hana Guðmund Sigþórsson frá landbúnaðarráðuneytinu, Arndísi Steinþórsdóttur frá sjávarútvegsráðuneytinu og Gunnar Snorra Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.``
    Undir þetta rita 6. apríl sl. Björn Bjarnason, Rannveig Guðmundsdóttir, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde, Páll Pétursson, Árni R. Árnason og Lára Margrét Ragnarsdóttir.