Breyting á dagskrá

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 13:49:20 (7157)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Hér hefur komið fram að dagskránni hefur verið breytt frá því í morgun og það hafa ýmsir gert við það athugasemdir. Hæstv. forseti sagði að það væri vegna þess að hæstv. heilbrrh. hefði gert beiðni þar að lútandi. Nú hefur hæstv. heilbrrh. sagt að hann væri jafn vel undirbúinn undir öll þessi mál og þá spyr ég hæstv. forseta: Er þá ekki rétt að fara eftir þeirri dagskrá sem skráð var í morgun? Er nokkur ástæða til að taka þessa dagskrá fram fyrir hana?