Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 19:20:43 (7195)


     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hér hefur komið fram tillaga til rökstuddrar dagskrár með þeim rökum að þetta sé ekki réttur vettvangur til þess að taka á þessu máli. Er það væntanlega í samræmi við það sem hæstv. utanrrh. sagði hér áðan. Hæstv. utanrrh. sagði að það væri ekki hlutverk stjórnmálamanna að fjalla um þetta mál, það væru embættismenn sem ættu að gera það. Hæstv. menntmrh. lýsti því yfir að þetta væri pólitísk ákvörðun, þetta er pólitískt mál, að sögn menntmrh., sem verið er að fjalla um og hæstv. utanrrh. og formaður þingflokks Sjálfstfl. vilja vísa því frá að stjórnmálamenn fjalli um pólitískar ákvarðanir. Það eru embættismennirnir sem að þeirra mati eiga að fjalla um pólitískar ákvarðanir.