Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 14:18:16 (7261)

     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Það er sannarlega dapurlegt til þess að vita að stjórnarsinnar ætla að stöðva það að sett verði á laggirnar pólitísk nefnd til þess að kanna þetta pólitíska mál. Ég tel að slík nefnd ætti að hafa alla burði til þess að vinna það verk sómasamlega þannig að réttir dómstólar geti síðan kveðið úr um ef ástæða þykir til. Þessi hræðsla er ekkert annað en pólitískur heigulsháttur. Það má alltaf finna öllu formi eitthvað til foráttu, m.a. slíkri pólitískri nefnd. Ef vilji er fyrir hendi að finna annað form þá geri ég ráð fyrir því að hvert annað það form sem líklegt væri til að leiða sannleikann í ljós yrði jafnframt dæmt ónothæft vegna þess að það er verið að fela. Ég segi nei við þessari frávísunartillögu.