Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 14:21:03 (7263)

     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Mesta spillingarmál í embættisveitingu þessa lands á að þagga niður með því að hafna rannsókn. Lýðræðinu er hætt, þinginu er hætt þegar svo hrokafullir og sjálfumglaðir menn ríkja og drottna. Ég veit að málið þolir illa dagsljósið en dómurinn verður sýnu þyngri sem fellur á herðar hinna siðspilltu ráðherra af hálfu þjóðarinnar í næstu kosningum. Menn munu ganga í kjörklefann með þessa syndaskjóðu og minnast hæstv. forsrh. og hæstv. menntmrh. um leið og þeir greiða atkvæði. Þá verður að lokum gert upp í þessu máli. Þá mun íslenska þjóðin segja: Við viljum nýja menn sem stjórna ekki með þeim hætti sem hér hefur gerst. Ég segi nei.