Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 14:32:45 (7268)

     Margrét Frímannsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það með hvaða hætti var staðið að ráðningu framkvæmdastjóra sjónvarpsins hefur síst orðið til þess að auka sóma þeirrar ríkisstjórnar sem hér situr. Því verður ekki bjargað úr þessu og mér er kannski alveg sama. Hins vegar er mér virðing Alþingis mikils virði og þess vegna, virðulegi forseti, og hæstv. forsrh., ef hann er hér einhvers staðar, þess vegna segi ég nei.