Lyfjalög

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 15:53:27 (7283)

     Geir H. Haarde (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að ég hafi skýrt nákvæmlega út í ræðu minni hver sé hugmyndin með þessum ákvæðum og hvað sé ekki hugmyndin með þessum ákvæðum. Hins vegar ef hv. þm. Finnur Ingólfsson telur að þarna sé verið að bjóða upp á óeðlilega samkeppni við einkaaðila og það sé sá galli á þessari frumvarpssmíð þá efast ég ekkert um að við náum saman um að breyta því og ég efast heldur ekkert um það að hæstv. heilbrrh. verður með okkur í því að koma í veg fyrir óeðlilega samkeppni ríkis og einkaaðila á þessu sviði, eða réttara sagt óeðlilega samkeppni ríkisins við einkaaðila á þessu sviði. Ég fagna því reyndar að hv. þm. Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsfl., skuli nú bera fram sjónarmið þessi að ríkið eigi ekki að standa í óeðlilegri samkeppni við einkaaðila.