Lyfjalög

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 15:54:25 (7284)


     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þar sem ég held að hv. 8. þm. Reykv. hafi jafnvel misskilið mig eða mína ræðu áðan vegna þess að ég tel það, hv. þm., að það komi vel til greina að til þess að hægt sé að koma á samkeppni í lyfsölunni geti verið nauðsynlegt að heilsugæslustöðvarnar sýni lyfsölunum ákveðna samkeppni. Aftur á móti ef sú regla á að gilda að það megi ekki gera á stöðum þar sem samkeppnin er til staðar eins og í Reykjavík þurfa menn auðvitað að taka það skýrt fram í frv. eða í lögunum ef á að lögfesta frv. Það er ekki gert og það er það sem ég benti á ræðu minni að ef það er einhver túlkun einstakra þingmanna Sjálfstfl. að þetta skuli vera með þessum hætti eða einhverjum öðrum þá þarf sú túlkun að koma fram í lögunum ef það á að halda þegar fram líða stundir.