Lyfjalög

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 19:49:52 (7304)

     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Enn snýr hæstv. heilbrrh. út úr. Kannski misskilur hann mig. Ég er ekki að tala um lyf sem þarf lyfseðil með. Ég er að tala um lausasölulyf, virðulegi forseti. Ég er að tala um lyf sem ekki þarf lyfseðil við. Aukin neysla verður á lausasölulyfjum. Það er ég að tala um og ekkert annað og nú bið ég hæstv. heilbrrh. að snúa ekki einu sinni enn út úr fyrir mér hvað þetta mál varðar. Hann kannski veit ekki betur en mörg lyf lausasölu eru vanabindandi ef neytt er mikils af þeim.