Lyfjalög

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 19:55:30 (7308)

     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil aftur þakka hæstv. heilbrrh. fyrir afdráttarlausar yfirlýsingar um að þarna verði reynt að huga einnig að læknisþjónustunni og tryggja hana. En þá vil ég í lokin í tilefni af sagnfræði hæstv. ráðherra um mjólkurdreifingu í ræðu sinni hér áðan benda á það að á meðan sú skylda hvíldi á mjólkurstöðvunum að dreifa mjólk í smásölu þá höfðu þær þegar samið við ýmsar aðrar verslanir en sínar eigin um dreifingu. Og það var síðan að frumkvæði mjólkurbúanna sjálfra að þetta kerfi var lagt niður enda vitum við öll að umbúðir um mjólkurvörur og öll meðferð er svo gjörbreytt frá hinum tímanum.