Röð mála á dagskrá

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 20:02:24 (7314)

     Margrét Frímannsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég er hér með dagskrá dagsins í dag og á henni eru 29 mál. Við erum núna að ræða 8. mál. Mér er tjáð að það eigi að ljúka þessari dagskrá og vera hér eitthvað fram eftir nóttu. Þess vegna kemur mér það á óvart að mál nr. 20, 21 og 22, sem heyra til heilbrrh. eru ekki í beinu framhaldi af öðrum þeim málum sem heyra til hans, þ.e. 8., 9. og 10, máli, heldur koma málefni sem falla undir dóms- og kirkjumrh. þarna á milli. Þetta eru allt saman þingmannamál og mér sýnist þetta vera þannig, miðað við gang mála í dag, að þá megi reikna með því að þessi mál verði tekin á dagskrá einhvern tíma um miðja nótt. Og þar sem mér er illa við að láta kalla hæstv. heilbr.- og trmrh. úr rúminu til þess að hlusta á málflutning minn, sem á þarna tvö mál, að þá vildi ég nú beina þeim tilmælum til virðulegs forseta og hæstv. heilbr.- og trmrh. að þau mál sem heyra til heilbrrn., verði rædd hér öll í röð en mál þingmanna séu ekki ævinlega látin bíða þar til síðast á dagskránni og þá reiknað með því að hér séu engir viðstaddir nema viðkomandi þingmenn sem eiga þau mál sem á dagskrá eru. --- [Fundarhlé.]