Atvinnuleysistryggingar

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 21:54:13 (7333)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er auðvitað alveg augljóst mál að ef fjölgar stórkostlega þeim sem eiga að fá stuðning úr Atvinnuleysistryggingasjóði óbreyttum án aukinna tekna sjóðsins hlýtur það að þýða lækkun á þeim sem fyrir eru. Ég þekki þetta mál allvel, m.a. vegna þess sem hv. 1. þm. Vesturl. nefndi áðan að ég fór með þessi mál í ríkisstjórn árin 1980--1983 þegar núgildandi lög voru endurskoðuð í heild.