Atvinnuleysistryggingar

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 21:54:38 (7334)

     Geir H. Haarde (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Málið snerist ekki um að lækka atvinnuleysistryggingar, hv. þm., enda var um að ræða réttindi sem menn öfluðu sér annaðhvort með greiðslu sérstakra gjalda af launum sínum ellegar með almennu skattfé. Þar áttu auðvitað allir borgarar að eiga jafnan rétt. Þetta snerist ekki um lækkun með einum eða neinum hætti. Um var að ræða í því frv. á þeim tíma réttindabót fyrir þann tiltölulega litla hóp landsmanna, reyndar örfáa menn, sem eru ekki aðilar að stéttarfélögum en hefðu þarna komið til greina vegna atvinnuleysis en vantaði hins vegar þennan rétt.