Atvinnuleysistryggingar

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 21:58:06 (7337)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Af einhverjum ástæðum er það nú svo að ráðherrann var eiginlega alveg það sem heitir froðufellandi núna. Þetta er nokkuð sérkennilegt. Krakkarnir hefðu orðað þetta þannig að það er greinilegt að ráðherrann er ,,spældur``. Það er eitthvað að. Er eitthvað erfitt í Alþfl. þessa dagana? Ég skil ekki alveg hvernig Alþb. hefur komið í veg fyrir það a.m.k. sl. tvö ár að þessu kerfi væri breytt vegna þess að hæstv. ráðherra hefur verið í stjórn með íhaldinu sínu allan þann tíma sem hann vill nú greinilega helst vera, honum líður best í svoleiðis stjórnum. Hvað hefur hann verið að gaufa í tvö ár? Ekki hefur það vonda Alþb. staðið í vegi fyrir honum. Ekki hefur hann þurft að flytja svona froðufellandi skammarræður yfir Alþb. sl. tvö ár út af því. Hvað er að? Er erfitt í stjórnarsamstarfinu? Vill ráðherrann fara að skipta um stól? Á að fara að reka hann? Hvað er að?