Útboð á rekstri Fríhafnarinnar í Keflavík

161. fundur
Miðvikudaginn 21. apríl 1993, kl. 14:25:37 (7393)

     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég var mjög undrandi á einni athugasemd hæstv. utanrrh. hér áðan. Það er rétt að það var unnin skýrsla um það hvernig ætti að mæta fjárhagsvanda flugstöðvarinnar án þess að samgrn. kæmi þar að og það er vitaskuld líka rétt að ég ætlaðist til þess að sú skýrsla yrði rædd í ríkisstjórninni áður en ákvörðun yrði tekin. Það er vitaskuld líka rétt að ég tel að það sé ekki hægt að leysa vanda ríkissjóðs eins og nú er komið með því að leggja meiri pinkla á fyrirtæki í landinu. Og það er raunar líka rétt að Flugleiðir skaffa okkur Íslendingum um 6% af gjaldeyristekjum, og ferðaþjónustan um 12% þannig að það er af þessum sökum líka rétt að ég vil gera það sem í mínu valdi stendur til þess að lækka kostnað

við ferðaþjónustu hér á landi og með þeim hætti auka gjaldeyristekjur okkar Íslendinga.