Eftirlit með skipum

161. fundur
Miðvikudaginn 21. apríl 1993, kl. 16:59:29 (7426)


     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég endurtek það að mér finnst það lélegur málflutningur þegar menn eru að tala um það og hafa það sem eitthvert skálkaskjól í þessu að það sé ekki ástæða að vera að fjölga þeim sem um þessa þætti eigi að fjalla og menn eru að tala um einhvern hóp manna í því þegar þeir eru að tala um að þetta eigi að vera þeir lykilmenn sem eru kannski helst um borð, það er skipstjórinn sjálfur sem auðvitað ber ábyrgð á skipi og ásamt honum sé þar kallaður til yfirvélstjóri. Mér finnst þetta vera lélegur útúrsnúningur en engin vörn fyrir því að fella út úr frv. það atriði sem þar var lagt til að yfirvélstjóri skyldi verða kallaður þar til. Það er fyrst og fremst lélegur útúrsnúningur en engin vörn í málinu.