Eftirlit með skipum

161. fundur
Miðvikudaginn 21. apríl 1993, kl. 17:00:35 (7427)

     Sigbjörn Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Auðvitað var ekki um neinn útúrsnúning að ræða. Meiri hluti samgn. taldi ekki ástæðu til þess að bæta yfirvélstjóra inn í gildandi lög. Það er í sjálfu sér enginn útúrsnúningur þó að menn

kjósi ekki að gera þessar breytingar sem lagt er til í frv. Dylgjur um það sem komu fram hér áðan um hvað búi að baki, ég get ekki gert mér það í hugarlund hvað bjó að baki þessu í nefndinni sem samdi þetta frv. að yfirvélstjórum var skotið þarna inn og hef sem sagt engan áhuga að heyra neitt um það sérstaklega nema þeim rökum var ekki haldið á lofti í eyru nefndarmanna. Auk þess kom ekkert fram um það þess efnis að það hefði valdið vanda til þessa varðandi lögbundnar skoðunargerðir að vélstjórar hefðu ekki haft þessa lagaskyldu sem frv. lagði til.