Geymslufé

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 15:36:08 (7482)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. og brtt. efh.- og viðskn. á frv. til laga um geymslufé, breyting á lögum nr. 9/1978.
    Frv. er afar einfalt, það felst fyrst og fremst í því að í stað þess að einungis sé hægt að greiða skuld á geymslureikningi í ríkisviðskiptabanka þá sé hægt að opna hann þannig að þetta gildir um aðra viðskiptabanka og sparisjóði að þeir megi taka við geymslufé.
    Nefndin hefur orðið sammála um að leggja til að lög þessi öðlist gildi 1. júlí 1993, en það sé felld niður tilvísun í Evrópska efnahagssvæðið varðandi gildistöku.