Öryggis- og varnarmál Íslands

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 17:00:53 (7498)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Þar sem fram hefur komið ósk frá hv. 2. þm. Vestf. um að atkvæðagreiðsla fari fram um hvort brugðið skuli út af þingsköpum samkvæmt þeim samningi sem forseti gerði við formenn þingflokka mun forseti verða við því og mun nú freista þess að hafa hér atkvæðagreiðslu.
    Forseti vill upplýsa að þessi atkvæðagreiðsla fer fram samkvæmt 90. gr. þingskapa sem hljóðar svo: ,,Eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum þessum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja.``
    Það hefur komið fram ósk frá hv. 2. þm. Vestf. að hér fari fram atkvæðagreiðsla og mun nú forseti leitast við að láta hana fara fram þar sem nægir að tveir þriðju þeirra þingmanna sem atkvæði greiða samþykki tillöguna. ( Gripið fram í: Hver er tillagan?)