Öryggis- og varnarmál Íslands

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 17:03:44 (7499)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Það getur ekki talist brot á þingsköpum þótt þingheimur í þingflokkum sínum komi sér saman um að víkja frá tiltekinni grein þingskapa. Ef samkomulag er um það gert af hálfu forstöðumanna þingflokka þá er það gert að höfðu samráði við þingflokk og þar af leiðandi við þingheim. Þessi atkvæðagreiðsla er þess vegna óþörf.